Blogg / Kjartan Valgarðsson

Um stjörnugjöf bóka

Til hvers er bókum gefnar stjörnur, á að gefa stjörnur og þá hve margar?

Stjörnugjöf bóka í íslenskri bókaumfjöllun hefur þróast í hið almenna fimm stjörnu kerfi eins og sjá má víða á síðum sem fjalla um bækur (og ferðaþjónustu, sbr. TripAdvisor). Íslenska útgáfan hefur þróast yfir í 1-10 einkunnaskalann því hér er venja að gefa hálfar stjörnur einnig.

Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki væri betra að nota þriggja stjörnu kerfi, eins og ég man eftir frá því ég bjó í Frakklandi á síðustu öld. Þá fletti maður upp í Pariscope til að athuga með bíómynd eða leikhús og blaðið birti lista yfir stjörnugjafir helstu fjölmiðla. Mér fannst yfirleitt mest mark takandi á Le Nouvel Observateur, blaðið gaf bíómyndum mjög sjaldan þrjár stjörnur, man þó að bíómyndin Amadeus fékk þrjár þegar hún var frumsýnd í París. Mig minnir að kerfið hafi reyndar einnig innihaldið hauskúpu sem var þá fyrir eitthvað sem var svo lélegt að það var ekki þess virði að lesa eða sjá.

Þriggja stjörnu kerfið þvingar gagnrýnendur til að íhuga betur hvort þeir ætli að velja eina, tvær eða þrjár stjörnur: Ein þýðir þá að bókin sé þess virði að lesa, gott byrjendaverk eða áhugaverð bók; tvær stjörnur að bókin sé mjög góð og mælt með lestri, og þrjár stjörnur eru þá fyrir eitthvað sem er framúrskarandi, markar tímamót.
Engin bók verðskuldar hauskúpu.

Rita athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *