Bókmenntagagnrýni

Um okkur

Um Bókmenntagagnrýni

Allt sem skrifað er um bækur, aðallega nýjar, á einum stað.

Tilgangurinn með þessum vef er að safna saman bókmenntagagnrýni og umsögnum um íslenskar bækur á einn stað. Hugmyndin er að lesendur og áhugafólk, fræðimenn, nemendur, háskólastúdentar og fleiri geti flett upp bók og séð á einum stað allt sem hefur verið skrifað um hana, þ.e. gagnrýni sem birst hefur í blöðum, tímaritum og á vefsíðum.

Hér er hægt að leita að bókum eftir flokkum, höfundum, útgefendum, útgáfuári, tilnefningum til bókmenntaverðlauna og bókmenntaverðlaunum.

Verið er að vinna að þeim hluta síðunnar sem verður fyrir grunnskóla, móðurmálskennara og börn og unglinga sem vilja skrifa umsagnir/gagnrýni um bækur.

Leshringir (en þeir erum margir á landinu) geta fengið sitt pláss hér, sagt öðrum frá hvað er verið að lesa, hvað stendur til að lesa og hverju mælt er með.

Allt hefur sinn tíma, nú er unnið að því að gera gagnrýni-hlutann tilbúinn og kláran.

 

Ritstjóri er Kjartan Valgarðsson