Blogg / Kjartan Valgarðsson

Hvaðan koma umsagnir um bækurnar?

Bókmenntagagnrýni er mikil íþrótt á Íslandi og hefur lengi verið. Hún hefur verið áberandi efni í blöðum og tímaritum en einnig í samræðum fólks, í jólaboðum og fjölskyldum, skólum og háskólum og spjalli fólks á meðal á götum úti. Íslendingar eru bókmenntaþjóð, bókaþjóð og bókaáhugaþjóð.

Gagnrýni á bækur, umsagnir og umfjöllun fer fram á nánast öllu prentefni sem kemur fólki fyrir sjónir (auglýsingabæklingar undanskildir). Fagtímarit alls konar skipta hér tugum, staðarblöð ("Dagskráin") og landshlutablöð.

Hugmyndin með þessum vef var og er að safna saman því sem skrifað er um bækur á Íslandi í þeim tilgangi að gera efnið eins aðgengilegt og kostur er. Þessi síða er eins konar vef-þjóðskjalasafn eða spotify bóka- og bókmenntagagnrýninnar. Þess vegna hefur verið lögð rækt við leitarmöguleika, hægt er að finna bækur eftir höfundi, útgáfuári, útgefanda, höfundi ritdóms, upphaflegum birtingarstað, tilnefningum, bókmenntaverðlaunum og bókmenntaflokki.

Þessi síða er komin upp á velvild og skilning þeirra sem ráða yfir blöðum, tímaritum og skrifum. Þeir sem leggja síðunni til efni í þessum skrifuðum orðum eru

Þeim er hér með þakkað fyrir framlagið.

Bókmenntagagnrýni.is tekur fagnandi við nýjum liðsmönnum sem hafa áhuga á að skrifa um bækur, innlendar sem erlendar, á íslensku eða erlendum tungumálum. Sérstaklega væri áhugavert að vita hvað nýir Íslendingar eru að lesa, hvaða bækur hafa komið út nýlega og eru áhugaverðar frá heimalandinu.

 

Rita athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *