Gagnrýni / Katrín Lilja Jónsdóttir

SÍLDIN OG SAMFÉLAGIÐ Í SEGULFIRÐI

Katrín Lilja Jónsdóttir

Katrín Lilja er lestarstjóri Lestrarklefans.

Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.

Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.

Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langa dvöl. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.

Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.

Um grein

Greinin birtist fyrst hér:
Sjá nánar hér

Bók til umfjöllunar

Titill Sextíu kíló af sólskini
Höfundur
Flokkur
Útgáfuár
Útgefandi
Blaðsíður 461
Tilnefningar
Verðlaun

Sextíu kíló af sólskini eftir Hallgrím Helgason var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta og mér finnst mjög líklegt að hún hreppi þau verðlaun, að öðrum tilnefndum bókum ólöstuðum. Ég hef brætt það með mér í nokkra daga hvað ég eigi að segja um bókina. Það að skrifa eina setningu (“bókin er rosalega góð”) um bókina nægir ekki, enda miklu meira en einnar setningar bók hér á ferðinni og ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa eytt jólunum með nefið í þessari heiðgulu dásemd.

Hallgrímur skrifar sögu Eilífs Guðmundssonar og sonar hans Gests Elífssonar og um lífið og samfélagið í Segulfirði í þremur bókum. Augljóst þykir að Segulfjörður sé einhverskonar skáldanafn yfir Siglufjörð. Sagan gerist í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu, á þeim miklu umbrotatímum er nútíminn ruddi sér til rúms í staðnað bændasamfélag Íslands sem var nær algjörlega háð einhvers konar þrælavinnu. Þetta hefur maður lesið um í sögubókunum.

Strax á fyrstu síðum bókarinnar gefur Hallgrímur tóninn fyrir það sem koma skal, bókin er öll eins konar hlægileg harmsaga en þó örlar á von inn á milli. Sagan er öll skrifuð í gamansömum tón þar sem skemmtileg nýyrði og gamalyrði skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum og Hallgrímur leikur sér með tungumálið og orðaleiki. Það er hálfgerður vaðall á textanum en mér finnst Hallgrímur hafa komið í veg fyrir að lesandi fái leiða á textanum með því að hafa kaflana stutta og hnitmiðaða. Mér fannst textinn leikandi léttur og skemmtilegur þótt efnið væri kannski ekki hið léttasta.

Meira...

Niðurstaða

Sextíu kíló af sólskini er stórskemmtileg bók sem ég mæli með að allir lesi. Hallgrímur leikur sér að því að búa til persónur, atburði, sagnir og sögur svo úr verður skemmtilegur vaðall af skáldlegri sögu íslenskrar þjóðar á mörkum byltingar.

Katrín Lilja Jónsdóttir

Fleiri umsagnir gagnrýnanda