Gagnrýni / Katrín Lilja Jónsdóttir

Jólasveinarannsóknin – Hver setur í skóinn?

Katrín Lilja Jónsdóttir

Katrín Lilja er lestarstjóri Lestrarklefans.

Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.

Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.

Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langa dvöl. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.

Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.

Um grein

Greinin birtist fyrst hér:
Sjá nánar hér

Bók til umfjöllunar

Titill Jólasveinarannsóknin
Höfundur
Flokkur
Útgáfuár
Útgefandi
Blaðsíður 141

Enn einu sinni er langt liðið á desember og Stekkjastaur kíkir við í kvöld, og hver hrekkjóttur bróðirinn á eftir öðrum næstu kvöld. Komu þessara bræðra er beðið með eftirvæntingu hér, líkt og á öðrum heimilum geri ég ráð fyrir, og skórnir eru komnir út í glugga þótt annað jólaskraut hangi enn í kössum. Baldur, Hjörtur og Elías, aðalsöguhetjurnar í Jólasveinarannsókninni eftir Benný Sif Ísleifsdóttur, eru sko heldur en ekki spenntir fyrir komu íslensku jólasveinanna. Þeir eru búnir að koma fyrir spjaldtölvum í gluggunum, þær eru kirfilega tengdar í rafmagn og með upptöku í gangi. Þeir ætla sér að taka upp jólasveinana við verknaðinn og leysa þar með hina eilífu spurningu allra krakka sem komnir eru á grunnskólaaldur: Setja jólasveinarnir í skóinn eða foreldrarnir?

Meira...

Niðurstaða

Hver kafli er hæfilega langur fyrir góðan kvöldlestur og ég get lofað foreldrum, sem ætla að leggja í það að lesa einn kafla á dag úr Jólasveinarannsókninni, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Katrín Lilja Jónsdóttir

Fleiri umsagnir gagnrýnanda