Gagnrýni / Katrín Lilja Jónsdóttir

HEKLUGJÁ – GJÁIN SEM RÉTT GRILLTI Í

Katrín Lilja Jónsdóttir

Katrín Lilja er lestarstjóri Lestrarklefans.

Katrín er sagnfræðingur og blaðakona sem hefur frá unga aldri setið með nefið ofan í bók. Það var henni eðlislægt. Hún trúði því að jafnaldrar hennar hefðu sömu hneigingu til bóka og það var ekki fyrr en á sextánda aldursári sem hún gerði sér grein fyrir að ef til vill var lesturinn ekki eins eðlislægur öðrum í kringum hana.

Þá vöknuðu spurningar um það hvort það þætti eðlilegt að ganga með bækur á sér hvert sem var farið. Hvort það væri eðlilegt að vera með bók innanklæða eða í veskinu öllum stundum? Þegar þessar vangaveltur spruttu upp gekk hún með Góða dátann Svejk innanklæða á skólasetningarathöfn Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Góði dátinn var innbundin bók og fremur óhentug innanklæða.

Yndislestri hrakaði ört næstu árin, samfara meiri lestri á skólabókum. En nú er skólagöngu loksins lokið og yndislesturinn óðum að hefjast aftur eftir langa dvöl. Katrín les mikið af barna- og ungmennabókum enda er lesið fyrir börnin á hverju kvöldi. Einnig slæðist ein og ein skáldsaga inn á milli.

Katrín er búsett á Akranesi ásamt þremur sonum, tveimur köttum og einum eiginmanni. Hún vinnur sem lausablaðamaður og sinnir eigin verkefnum í frítíma sínum ásamt því að lesa og skrifa um bækur.

Um grein

Greinin birtist fyrst hér:
Sjá nánar hér

Bók til umfjöllunar

Titill Heklugjá – leiðarvísir að eldinum
Höfundur
Flokkur
Útgáfuár
Útgefandi
Blaðsíður 414

Fyrsta merki um að Heklugjá – leiðarvísir að eldinum eftir Ófeig Sigurðsson væri ekki rétta bókin fyrir mig var þegar ég vaknaði einn morguninn og bókin var gegnvot. Sá eins árs gamli og síþyrsti hafði sturtað stútkönnunni sinni yfir náttborðið með þeim afleiðingum að blaðsíðurnar voru allar orðnar undnar og ljótar. Það tók bókina tvo sólarhringa að sjálfþorna. Ég reyndi að lesa hana blauta í þrjósku minni.

Annað merki um að þessi bók hentaði mér ekki var það að ég missti stöðugt þráðinn við lesturinn, einfaldlega af því ég var stöðugt trufluð og Heklugjá er ekki bók sem hægt er að lesa með hálfum huga. Þetta er fyrsta bókin sem ég reyni að lesa eftir Ófeig Sigurðsson.

Ef til vill eru þetta afsakanir, einhver annar verður að dæma um það. Ég gafst upp þegar ég var rétt rúmlega hálfnuð með bókina, nálgaðist tvöhundruðustu síðuna. Svo ekki meir.

Ófeigur skrifar Heklugjá frá mörgum sjónarhornum. Hann segir frá rithöfundinum Ófeigi sem gengur á hverjum degi með hundinum sínum Koli upp Skólavörðuholtið áleiðis að Þjóðskjalasafninu, þar sem hann sökkvir sér í minningar Karls Einarssonar Dunganon, líklega í þeim tilgangi að skrifa um hann bók. Þar sér hann hina ægifögru Heklu, rauðhærða, með sægræn augu og það var sennilega það skemmtilegasta sem ég las um í bókinni. Það hve erfitt það er að kynnast manneskju. Kannski tók ég svona vel eftir því af því það er í byrjun bókarinnar og ég náði að lesa í þó nokkurn tíma áreitislaust þegar ég byrjaði á bókinni.

Meira...

Niðurstaða

En þangað til ég hef tíma og þolinmæði þá mun Heklugjá sitja undin í bókahillu, þétt vafinn öðrum bókum í þeirri von að pressa blaðsíðurnar eftir stútkönnulekann, og bíða þess að ég fái einhvern tímann lesið hana að fullu. Ég bíð með að gefa henni einkunn þangað til hún hefur verið fulllesin.

Katrín Lilja Jónsdóttir

Fleiri umsagnir gagnrýnanda