Tíminn tifar og myrkrið skellur á. Yfirnáttúrulegar verur vakna til lífs.

Bræðurnir Viggó og Alríkur hafa valist til að vernda leynilega bókasafnið undir kirkjuhólnum. Gömlu gæslumönnum bókasafnsins finnst bræðurnir heldur ungir til að vera stríðsmenn og vilja láta á þá reyna. Brátt stefnir í voða og Alríkur og Viggó verða að sýna af sér hugrekki og kænsku til að lifa af.

Níðstöngin er fyrsta bókin í PAX-seríunni, vinsælustu barna- og unglingabókaseríu Svíþjóðar undanfarin ár.