Titill Kaldakol
Höfundur
Flokkur
Útgáfuár
Útgefandi
Blaðsíður 280

„Allt hófst þetta eldsnemma á mánudegi. Klukkan fimm var búið að loka fyrir umferð inn í landið og ræsa allar björgunarsveitir. Fyrstu farþegarnir fóru í loftið um sjöleytið. Klukkan átta byrjuðu skip að sigla frá höfnum um allt land. Rýming Íslands var hafin.“

Katla Rán sinnir metnaðarlausu starfi á auglýsingastofu þegar gamall félagi hringir frá Berlín og býður henni vinnu. Fyrir dyrum stendur stærsta Íslandskynning allra tíma sem fjárfestingafyrirtækið Kaldakol stendur fyrir. Katla stekkur fegin frá kulnandi ástarsambandi til borgarinnar sem hún kallaði eitt sinn heimili sitt. Nokkrum dögum síðar gera jarðhræringar vart við sig og almannavarnir búa sig undir að rýma landið.

Þórarinn Leifsson er þekktur fyrir hugmyndaríkar bækur sem komið hafa út á ýmsum tungumálum en einnig húmoríska pistla úr Stundinni sem varpa oftar en ekki skörpu ljósi á land og þjóð. Skáldsagan Kaldakol dregur upp fjarstæðukennda atburðarás sem við nánari athugun á sér þó ýmsar samsvaranir við samtímann.

Gagnrýni

Rita athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *