Við fylgjumst með Maríu, stúlku af Álftanesi sem orðin er húsfreyja á Eiríksbakka, Greipi bónda og Jónunum tveimur sem honum fylgja, að ógleymdum niðursetningnum sem er óguðlega kjaftfor og skemmtinn.

Yfir og allt um kring er þrældómur og guðsótti. Við sögu koma misfrómir guðsmenn, bændur og búalið, skólapiltar, hljóðfæraleikarar, maurapúkar og litskrúðug mannlífsflóra alþýðunnar.

Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi er lesendum að góðu kunnur fyrir skáldsögur sínar um líf íslenskrar alþýðu.