Bækur / ,

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn

Aðfangadagur er genginn í garð og systkinin María og Friðrik Stálholt bíða eftirvæntingarfull eftir að bjöllur hringi inn jólin. Andrúmsloftið er þrungið tilhlökkun og allt tindrar í dásemdarlitskrúði. Meðal gjafanna sem börnin fá leynist lítill hnotubrjótur sem María tekur strax miklu ástfóstri við og fljótt kynnist hún undraverðum ævintýraheimi hans. Hnotubrjóturinn og músakóngurinn er sannkallað jólaævintýri sem hefur á rúmum 200 árum skipað sér stóran sess í hjörtum barna og fullorðinna um heim allan. Verkið birtist fyrst á prenti í Berlín árið 1816 en þetta er fyrsta íslenska þýðingin og jafnframt sérstök heiðursútgáfa. Höfundur verksins, E. T. A. Hoffmann (1776-1822), er einn aðalhöfunda rómantísku stefnunnar og brautryðjandi í skrifum rómantískra furðusagna en ævintýrið um hnotubrjótinn og músakónginn er tímamótaverk í bókmenntasögunni. Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr upprunalegum texta Hoffmanns og sá um umbrot en bókina prýða myndir eftir Margréti Reykdal.

Rita athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *