Bækur /

Bókasafn föður míns

Titill Bókasafn föður míns
Höfundur
Flokkur
Útgáfuár
Útgefandi
Blaðsíður 200

Að föður sínum látnum þarf Ragnar Helgi að fara í gegnum 4000 titla bókasafn föður síns og finna því stað á 21. öldinni. Þótt hann einsetji sér að opna ekki bækurnar og alls ekki fara að grúska, fær hann ekki við það ráðið.
Við starfann kvikna minningar, hugleiðingar um bækur, menninguna, missi, fallvelti hluta, um liðna tíð og framtíðina - en ekki síður um samband föður og sonar og hvað skipti mestu máli í lífinu þegar upp er staðið.
Bókasafn föður míns er falleg, fyndin, tregafull og íhugul frásögn um verðmætamat og tilfinningalíf sem í krafti stílgaldurs og einlægni hefur djúp áhrif á lesandann.

Rita athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *